Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins 20.-24. Janúar 2014 í Sandey í Færeyjum - kynning og undirbúningur.

(1312010)
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.12.2013 2. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins 20.-24. Janúar 2014 í Sandey í Færeyjum - kynning og undirbúningur.
Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, var gestur fundarins. Hann gerði grein fyrir drögum að dagskrá næstu þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem haldin verður í Sandey í Færeyjum 20.-24. janúar 2014 og mun fjalla um möguleikana á sameiginlegum vestnorrænum matvörumarkaði. Ráðstefnan mun einkum líta til fjöggurra þátta. Í fyrsta lagi landbúnaður á svæðinu og reglur um viðskipi milli landanna og samanburður á þeim. Í öðru lagi samgangna með áherslu á vöruflutninga innan svæðisins og umhverfismál (styttri flutningavegalengdir milli vestnorrænu landanna samanborið við Danmörku og víðar). Í þriðja lagi viðskipti með landbúnaðarvörur, þ.e. núverandi staða og reynsla af viðskiptum, hlutverk alræðis- og sendiskrifstofa og viðskiptaráða, og framtíðarsýn. Í fjórða lagi mun ráðstefnan fjalla um hvaða þýðingu aukin viðskipti með matvæli muni mögulega hafa fyrir svæðið m.a. með tilliti til þeirrar atvinnustarfsemi sem er hafin og fyrirhuguð á svæðinu sbr. náma- og olíuvinnsla og siglingar. Þórður kynnti jafnframt þá fyrirlesara sem hafa staðfest þátttöku sína og upplýsti að fyrir ráðstefnuna muni utanríkisráðuneyti Ísland skila af sér skýrslu til Vestnorræna ráðsins um framkvæmd tvíhliða fríverslunarsamningsins milli Íslands og Færeyja, svokallaðan Hoyvíkursamning, sem er víðtæksti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Skýrslan verður m.a. höfð til hliðsjónar fyrir umræður á ráðstefnunni.

Eftir kynningu á dagskrá ráðstefnunnar var orðið gefið laust. Kom m.a. fram á fundinum sú hugmynd að reyna að fá framleiðanda lífrænnar matvöru til að halda fyrirlestur og fjalla um viðskipti milli landanna sem hafa sem forsendu hugmyndina ?beint frá bónda? eða ?beint frá selfangara?.

Formaður Íslandsdeildar hvatti að lokum alla Íslandsdeildarmenn til þess að kynna sér dagskrárdrögin og koma með tillögur um efni eða fyrirlesara.